Aðgerð

Aðgerð á skapabörmum fer fram í Dea Medica og eru tvær leiðir mögulegar. Annars vegar er hægt að gera þessar aðgerðir í slævingu og staðdeyfingu eða þá í svæfingu. Aðgerðin fer þannig fram að hluti af innri skapabörmum er fjarlægður og minnka þá innri skapabarmarnir töluvert og markmið aðgerðarinnar er sá að ytri skapabarmar hylji algjörlega þá innri.


Eftir aðgerð

Eftir aðgerð fer sjúklingur svo til sins heima og hittir lækninn aftur venjulega eftir 6-7 daga. Þörf er á að taka miðlungs sterkar verkjatöflur í 1 til 2 daga auk þess sem staðdeyfikrem borið á saumana dregur mjög úr sviða og ertingu við þvaglát eða við þvott. Neðanþvottur er ráðlagður daglega á meðan gróningu stendur sem venjulega er 10-14 dagar. Venjulega eru ekki gefin sýklalyf í kjölfar aðgerðarinnar, og konum ráðlagt að hafa ekki samfarir fyrr en að öll sár eru gróin ca 2-3 vikur. Notað er venjulegir saumar sem að eru sjálfeyðandi og því saumataka óþörf.


Áhætta

Helstu áhættuþættir við aðgerðir sem slíkar eru blæðingar, en þá getur blætt töluvert úr sárinu eða að það myndist blóðgúll sem að stundum þarf að tæma í annarri aðgerð. Sýkingar eru sjaldgæfar og þá sérstaklega ef að fyllsta hreinlætis er gætt til með daglegum neðanþvottum. Í nokkrum tilfellum þarf stundum síðar að fjarlægja örlitlar slímhúðarfellingar kringum örin ef að þetta veldur konum óþægindum. Dofi á aðgerðarsvæði er mjög sjaldgæfur en ef til staðar hverfur venjulega á nokkrum mánuðum. Konur hafa kvartað um verki við samfarir fyrstu vikur eftir að gróningu er lokið en slíkir verkir hverfa oftast fljótt og fullkomlega nokkrum dögum til örfárra vikna.